BROOKS skór – Ghost 15 – herra

24.900 kr.

INNANBÆJARSKÓR

Ghost 15 uppfærð útgáfa er 10% léttari en fyrri týpa en gefur sömu höggdempun og áður. Brooks Ghost er margverðlaunaður skór fyrir góða eiginleika. Á síðustu 12 árum hefur hann fengið fyrstu verðlaunin hjá stærsta og virtasta hlaupatímariti í heiminum Runner’s World. Skórinn hefur einnmitt fengið flest verðlaun þar sem þessi skór hentar flestum. Ghost er mest seldi innanbæjarskórinn frá Books.

Yfirbyggingin er með góðri öndum og góð bólstrun í hælkappa sem heldur vel utan um ökla. Það er 57% úr endurunnum efnum.  Í miðsólanum virkar dempunin þannig að orkan sem kemur í niðurstiginu færist til hliðanna og minnkar þannig álag á fætur og stoðkerfi líkamans.

Hlaupaskór sem henta einnig frábærlega í göngutúra innanbæjar.

Þetta eru BROOKS skór sem við mælum með í innanbæjarhlaup og göngur.

Nafnið Ghost (draugur) er tilkomið vegna þess að árið 2008 kom hann fyrst á markað. Þetta var byltingakenndur höggdempandi skór og forstjóri fyrirtækisins hljóp iðulega á nóttunni til að prófa skóinn og þannig festist nafnið við hann sem stuttu síðar varð opinbert nafn hans.

SKU: 1103931d020 Vöruflokkur: Tags: , , ,
brooks skór