RIDGE MERINO Peysa
12.700 kr.
Þunn peysa úr merino ull sem hægt að nota annað hvort innanundir eða eina og sér.
Peysan er úr 84% sjálfbærri merino ull og 16% nylonþráðum sem eykur styrk peysunnar verulega og gerir hana slitsterka.
Þetta er peysan sem við notum undir hlaupajakkann í köldum veðrum. Okkur finnst þessi tvö lög duga yfir kaldasta tímann því hálskraginn gerir gæfumuninn. Einnig frábær peysa í göngur, hjólreiðar, útileguna eða bara til að láta sig ekki verða kalt heima.
Verndar gegn sólarljósi, UPF 50+ vottuð.
Stærðarviðmiðun:
Heppileg stærð fyrir konu sem er 170 cm og 62 kg er S.
Heppileg stærð fyrir kona sem er 175 cm og 75 kg er L
RIDGE MERINO er þátttakandi í verkefninu 1% FOR THE PLANET og ráðstafar þannig 1% af sölu í umhverfismál.