Stærð: Þegar mælt er hvaða stærð hentar er mælt utan um neðstu rifbein.
S: 53 – 92 cm
M: 62 – 101 cm
L: 71 – 108 cm
Brúsar: Tveir 500 ml brúsar fylgja með
Stærð poka: 8 L
Þyngd með brúsum: 260 g
Þyngd án brúsa: 140 g
Litur: Svartur
25.700 kr.
DÖMU
Eftir að hafa prófað fjöldann allan af hlaupavestum komumst við að því að ULTIMATE DIRECTION hlaupavestin stóðu upp úr. Þau fá líka frábæra dóma á síðum sem bera saman slíkan búnað og eru oftast í flokki með þeim allra bestu.
Race 6.0 er ný og endurbætt útgáfa, m.a. með símavasa að framanverðu, fyrir aftan annan brúsann, sem auðvelt er að komast í á ferð
Vestið er einstaklega þægilegt í notkun. Efnið teygist á fjóra vegu sem gerir vestið mjög lipurt og afar slitsterkt. Það eru örlitlir möskvar á efninu sem tryggir góða öndun.
Hlaupavestið kemur í þremur stærðum (S, M og L) og það eru langar ólar sem stækka og minnka vestið svo það er auðvelt að velja rétta stærð.
Auðvelt að komast í vasana á ferð án þess að stoppa. Vestið er 8 L sem þýðir að það tekur auðveldlega jakka, síma, næringu, vökva og annan minniháttar búnað. Símavasi að framan sem auðvelt er að komast í á ferð.
Vestið hentar vel fyrir göngur, hlaupaæfingar og keppni.