JULBO Explorer gleraugu

29.700 kr.

Dömu og herra

Julbo Explorer eru vönduð sólgleraugu sem eru sérstaklega hönnuð fyrir jöklagöngur enda með mjög dökka linsu og með hliðarvörn. Hentar einnig fyrir göngur og aðra útivist eða bara hversdags. 100% UV vörn.

Reactiv Performance 2-4 linsa

Gleraugun hafa cat gildið 2-4 sem þýðir það að glerið aðlagar sig að ólíkum birtuskilyrðum (VLT 7%-35%). Glerið dekkist eftir því sem birtan eykst og gleraugun dekkjast meira en hefðbundin gleraugu (cat 3) enda sérstaklega hönnuð fyrir jöklagöngur. Að sama skapi lýsast þau ekki eins mikið og t.d. cat 1-3 gleraugu og henta þvi síður í myrkri. Þau eru móðuvörn og himnu sem hrindir frá sér vatni. Kjörin gleraugu fyrir erfiðar aðstæður og úthaldsíþróttir.

VLT 7% þýðir að gleraugun hleypa 7% af birtunni í gegn í miklu sólskini.

VLT 35% þýðir að gleraugun hleypa 35% af birtunni í gegn í myrkri.

Hlaupár