PETZL NAO+ höfuðljós – 750 lúmen
39.700 kr.
NAO+ er eitt öflugasta ljósið á markaðinum. Langur líftími á rafhlöðum og margir valmöguleikar að velja úr.
Þetta er höfuðljós í fjölbreytta útivist eins og göngur, hlaup og hjólreiðar þar sem þörf er á mikilli birtu í langan tíma og að til að sjá langt frá sér.
Rafhlaðan er 3100 mAh og næst langur endingartími með REACTIVE LIGHTING® stillingu. Sú tæknin notar sjálfvirkan ljósnema sem stillir til geislann og ljósmagnið og hámarkar þannig orkunotkunina. Tvær perur eru í ljósinu og hægt að stilla á misbreiða geisla til þess að sjá bæði nálægt og fjær sér. Að auki er rautt ljós aftan á ljósinu sen hægt er að stilla á blikk eða stöðug ljós.
Hægt er að tengja ljósið við MyPetzl appið og þar hægt að setja inn marga mismunandi prófíla, breyta stillingum á rauða ljósinu og ef þörf krefur skrifa texta sem ljósið túlkar svo í Morse kóða.
Ljósið er endurhlaðanlegt um USB tengi og hægt að vera með auka rafhlöðu eða framlengingarsnúru og geyma þannig rafhlöðuna í vasa eða bakpoka.
Læsing kemur í veg fyrir að það kveikni óvart á ljósinu í vasanum eða töskunni og gaumljós sem sýnir hversu mikið er eftir af rafhlöðunni.
Til á lager