Útihlaup á veturna eru mjög skemmtileg og einstaklega hressandi. Það er fátt betra en að koma inn eftir kaldan dag hafandi skilað nokkrum kílómetrum í “kladdann”. Það þarf alls ekki að vera kalt að hlaupa á veturna jafnvel þó svo að búnaðurinn sé ekki þykkur og mikill. Hins vegar er gott að velja búnaðinn vel. Ullin spilar þar stórt hlutverk.

Merino ull samanstendur af  náttúrulegum trefjum af Merino kindum. Trefjarnar eru þynnri og mýkri en venjuleg ull sem gerir hana mjög þægilega að vera næst húðinni. Það fylgja því margir kostir þegar ullin er næst húðinni. 

https://en.wikipedia.org/wiki/Merino

En hvað er Merino? Merino er tegund af sauðfé sem upphaflega kemur frá Spáni. 

SEX góðar ástæður fyrir að æfa í ull:

  1. Góð öndun: Vissir þú að ullarfatnaður andar mest af öllum fatnaði?!
  2. Hún lyktar ekki: Merino ull hefur mjög áhrifaríka lyktarstjórn. Þú svitnar minna og það kemur minni lykt af því að æfa í ull.
  3. Hitastýring: Ull er temprandi og tryggir að þér haldist heitt þegar það er kalt og kalt þegar það er heitt.
  4. Verndar gegn UV geislum: Merino ull er náttúruleg vörn gegn UV geislum og verndar þig frá sólinni. 
  5. Framúrskarandi mýkt: Efnið tryggir meiri hreyfanleika og er svo mjúk sem innsta lag við húðina
  6. Endurnýjanleg: Ull er 100% náttúruleg og endurnýjanleg.

*Fengið af www.Johaug.com

Ullarsokkar

Á veturna hlaupum við alltaf í ullarsokkum. Sokkarnir t.d. frá SMARTWOOL eru hannaðir til að haupa í. Þeir eru ekki of þykkir og vel þéttir að fætinum og mynda því síður nuddsár.

Ullarlambhúshetta

Það er kannski ekki mjög algengt að fólk hlaupi með lambhúshettu en það er sífellt að færast í aukana. Vetrarhlaupin færðust á næsta stig þegar við byrjuðum að hlaupa með ullarlambhúshettu og lambhúshettan frá RIDGE MERINO er sú allta besta sem við höfum prófað.

This is the heading

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

This is the heading

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.